Kreppan er ekki komin

Kaupmenn segja,að jólaverslunin hafi verið svipuð og í fyrra,ef til vill örlítið minni.Það bendir til þess,að kreppan sé ekki komin enn.Auk þess hefur fólk lagt kapp á að  halda jól með svipuðu sniði og áður. Það vill segja,að fólk hefur dregið fram sparifé sitt,ef það hefur verið til,þar eð kaupmenn segja,að meira hafi verið greitt með reiðufé en áður og  síðan hafa aðrir greitt með greiðslukortum  og treysta á guð og lukkuna á nýju ári. Auðvitað er gott ef unnt er að gleðja börnin um jólin.Jólin eru hátíð barnanna.En ekki er nauðsynlegt að gefa  dýrar gjafir til þess að ná því markmiði og vel mætti draga úr því að gefa dýrar gjafir á  jólum. Hjá mörgum var gjafafarganið komið út í öfgar. Þær uppsagnir starfsmanna,sem áttu sér stað í desember og nóvember eru ekki allar komnar til framkvæmda,Margir eru enn að vinna á uppsagnarfresti. Þær koma til framkvæmda eftir áramót og þá dynja yfir miklar nýjar uppsagnir og gjaldþrot fyrirtækja. Þá kemur kreppan.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband