Saga af forseta

Bókin Saga af forseta er áhugaverð bók.Bókin er ef til vill full löng en Guðjón Friðriksson,höfundur bókarinnar, er þekktur fyrir að skrifa langan og ítarlegan texta svo það kemur ekki óvart þegar forsetinn á í hlut.Kaflar um samskipti forsetans og Davíðs Oddssonar eru sérlega áhugaverðir.Fjallað er ítarlega um Davíð og Fréttablaðið,Baugsmálið og fjölmiðlamálið: Eftir að ríkislögreglustjóri hafði gert innrás í aðalstöðvar Baugs og tekið bókhald fyrirtækisins  sagði Davíð við ýmsa og þar á meðal forsetann,að forsprakkar Baugs yrðu komnir í tugthúsið  " næsta haust". Davíð trúði því ekki,að forsetinn mundi  neita að staðfesta fjölmiðlalögin og því var það,að þegar forsetinn hringdi  til Davíðs til  þess að tjá  honum tíðindin  þá varð hann orðlaus.

Ég er enn að lesa bókin en mun fjalla nánar um bókina hér síðar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband