Laugardagur, 27. desember 2008
Samfylkingin hefur umboð
Í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir þingkosningar 2007 sagði svo um Evrópumál:
- Að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hefji aðildarviðræður.
- Unnið verði að víðtækri samstöðu um samningsmarkmið.
- Að niðurstöður samninga verði bornar undir þjóðaratkvæði.
Samkvæmt þessu er það misskilningur hjá Ármanni Kr. Ólafssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins,að Samfylkingin hafi ekki umboð til þess að sækja um aðild að ESB.Samfylkingin hefur umboð en vill að víðtæk samstaða náist um samningsmarkmið. Ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir aðildarviðræður við ESB mundu stjórnarflokkarnir vinna sameiginlega að samningsmarkmiðum.Að aðildarviðræðum loknum mundi niðurstaða þeirra verða lögð undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það hefur engin flokkur eins skýrt umboð til samningaviðræðna við ESB og Samfylkingin. Það var samþykkt í póstkoningu meðal allra flokksmanna að sækja um aðild að ESB.
Eitt aðalatriði samningsmarkmiða er að þjóðin haldi fullum yfirráðum yfir náttúruauðlindum sínum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.