Kjarasamningar eru í uppnámi

Alþýðusambandið er óánægt með ríkisstjórnina  í kjaramálum. Telur hún stjórnina sýna lítinn áhuga á því að stuðla að endurskoðun kjarasamninga.Meðal þess sem miðstjórnin ályktaði um   17.des. var að draga  verði úr niðurskurði vegna elli- og örorkulífeyris, að skattkerfið verði nýtt til tekjujöfnunar, að sett verði lög um greiðsluaðlögun og að stofnaður verði Bjargráðasjóður heimilanna. Þá verði settur upp starfshópur með fulltrúum byggingarmanna til að forgangsraða mannaflsfrekum  framkvæmdum. Þess er krafist að ráðherrar og þingmenn njóti sömu lífeyrisréttinda og aðrir opinberir starfsmenn.Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands

 segir langt frá því að kröfum ASÍ hafi verið mætt. "Við vonuðumst til að ákveðnir þættir litu dagsins ljós í fjárlagafrumvarpinu en svo var ekki. Stjórnvöld verða að sýna að þau hafi áhuga á þessu, en sá áhugi hefur ekki birst með ákveðnum hætti. Hann hefur verið meira í orði en á borði. 

Aðspurður hvort eiga megi von á vinnudeilum segir Gylfi of snemmt að segja til um það. En ljóst er,að ef ríkisstjórnin sýnir engan áhuga á kjaramálunum geta þau mál hæglega fellt stjórnina.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband