Sunnudagur, 28. desember 2008
Vanskilagjöld verða óheimil
Ný innheimtulög taka gildi nú um áramótin. Samkvæmt þeim setur viðskiptaráðherra reglugerð, þar sem hægt er að kveða á um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. Þá verða vanskilagjöld óheimil.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir lögin mikla réttarbót. Í þeim séu ýmis nýmæli. Helst ber að telja hámark á innheimtukostnað. Þá er einnig kveðið á um innheimtuviðvörun, sem skuldara verður send áður en krafa fer í innheimtu. Með lögunum er fyrsta skrefið stigið í að rétta hlut neytenda og tryggja stöðu skuldara."
Í drögum að reglugerð er kveðið á um að óheimilt sé að leggja á prósentugjöld miðað við skuld. Óvíst er hvort reglugerðin tekur gildi um áramótin og talsmenn innheimtufyrirtækja hafa gert athugasemdir við ákvæðið.
Við teljum að það sé ekki í takt við það sem er að gerast í þjóðfélaginu að setja hámark á innheimtukostnað, heldur eigi samkeppnin að ráða. Við vitum ekki hver niðurstaðan verður, hvort þetta hefur áhrif á starfsemi okkar. Við höfum þó áhyggjur af því að ef hámarkið verður sett of lágt þá leggist þessi milliinnheimta af og við fáum aftur það ástand þegar mál fóru beint í lögfræðinga," segir Bjarni Þór Óskarsson, lögfræðilegur ráðgjafi hjá Intrum.
Gísli segir tvær ástæður vera fyrir því að menn greiði ekki skuldir, fyrir utan trassaskap sem innheimtuviðvörunin tekur á. Stundum geta menn einfaldlega ekki borgað og þá er óþarfi að hlaða upp enn meiri kostnaði fyrir skuldarann og þjóðfélagið. Vilji menn hins vegar ekki borga, hafa eitthvað við kröfurnar að athuga. Það þarf þá að leysa, en ekki bæta háum kostnaði við."
Gísli segir mjög mikilvægt að reglugerðin komi sem fyrst, ekki of löngu eftir gildistöku laganna. Óljóst er þó hvenær hún kemur fram. Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, segir að mögulega þurfi lengra umsagnarferli.
Það er erfitt að sætta sjónarmið, annars vegar Neytendasamtakanna og talsmanns neytenda og hins vegar innheimtufyrirtækjanna sem óttast um grundvöll starfsemi sinnar. Mögulega þarf að fara út í nánari kostnaðargreiningu hjá fyrirtækjunum," segir Jón Þór.- (visir.is)
Þetta er gott framtak hjá viðskiptaráðherra.Vanskilagjöld og dráttarvextir var komið út í öfgar og full nauðsyn til þess að takmarka þessa gjaldtöku.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.