Mánudagur, 29. desember 2008
Jón Ásgeir segist ekki hafa sett Ísland á hausinn
Jón Ágeir Jóhannesson skrifar langa og ítarlega
grein í Mbl. í dag,þar hann hann gerir grein fyrir viðskiptasögu sinni,stofnun Bónus og Baugs og afkomu þessara fyrirtækja. Hann færir rök fyrir því,að hann hafi ekki átt þátt í falli íslenska fjármálakerfisins.Jón Ásgeir segir,að um mitt þetta ár hafi eignir Baugs umfram skuldir verið 70 milljarðar kr. Skuldir Baugs við íslenskar lánastofnanir hafi á þeim tíma numið 160 milljörðum.Á móti þessum skuldum sé fjöldi öflugra og góðra fyrirtækja.Hjá fyrirtækjum,sem Baugur er kjölfestufjárfestir í starfi yfir 50 þús. manns í yfir 3700 verslunum.Velta fyrirtækjanna nam sl.rekstrarár 600 millörðum kr, Landic Property,eitt stærsta fasteignafélag á Norðurlöndum á 500 fasteignir.Eignir námu um mitt ár 592 milljörðum en skuldir 474 milljörðum,þar af 110 milljörðum í ísl. bönkum. Heildarlánveitingar ísl. banka til Baugs,Landis Property ig Stoða námu 430 milljörðum um mitt þetta ár.Þó lánveitingum til smærri fyrirtækja sé bætt við eins og til Haga,Teymis,365 og Gaums þá ná lánin ekki nema 5-6% af heildarlánveitingum ísl, fjármálafyrirtækja,segir Jón Ásgeir.Hann segir,að eignarhlutur hans i fyrirtækjunum sé 20- 70% en þúsundir annarra hluthafa eigi í fyrirtækjunum.Eignir fyrirtækjanna voru um þriðjungi meiri en heildarskuldirnar,segir hann og lánin voru í skilum áður en allt kerfið hrundi.Heildareignir stóru bankanna þriggja um mitt þetta ár námu 14500 milljörðum en skuldir þeirra námu tólffaldri þjóðarframleiðslu eins og margoft hefur verið bent á.Samanlögð útlán bankanna þriggja um mitt þetta ár námu 9300 milljörðum.
Jón Ásgeir telur,að þjóðnýting Glitnis hafi sent röng skilaboð út í hinn alþjóðlega fjármálaheim og valdið því að allar lánalínur lokuðust og bankarnir allir fóru á hliðina á viku.Hann segur Glitni ekki hafa veriið með neina Ice Save reikninga erlendis ,sem setji hundruð milljarða yfir á ríkið og þjóðina.
Niðurstaðan af umfjöllun Jón Ásgeirs er sú,að starfsemi Baugs og annarra fyrirtækja,sem tengjast honum hafi ekki sett fjármálakerfið á hliðina,þó Egill Helgason hafi haldið því fram..En hann segir reksturinn mikið erfiðara eftir hrunið og verkefni hans á næstunni sé að rétta reksturinn af.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.