Hörmulegt ár

Hörmulegt ár er senn á enda.Það er ekki unnt að kalla árið öðru nafni,þegar haft er í huga,að allt fjármálakerfi landsins hrundi á þessu ári,allir stærstu bankarnir féllu.Kreppa skall á með atvinnuleysi,gengishruni og verðbólgu. Fólk hefur verið að missa atvinnuna og  óttast nú að missa íbúðir sínar.

Samfylkingarfólk á Vestfjörðum  var að álykta,að þeir,sem bera ábyrgðina á þessum   ósköpum verði að axla ábyrgð. Þar er fyrst og fremst um stjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits að ræða.Ríkisstjórnin þarf einnig  að axla ábyrgð og það gerir hún best með því að boða til kosninga snemma næsta vor. Hjá því verður ekki komist.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Allir vilja að hinir sæti ábyrgð ég líka þar sem ég veit ekki til þess að ég hafi gert neitt ábyrgðarlaust. Enda er ég ekkert í svaka vondum málum á meðan ég hef vinnu. Skulda lítið og á 12- 13 ára bíl, ég þorði ekki í útrásina.

En Gleðilegt ár.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.12.2008 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband