Skattleysismörk hækka um 19,1%

Nú um áramótin hækkar  persónuafslattur  einstaklinga úr 34.034 kr. í 42.205 kr. á mánuði. Er þetta fyrst og fremst vegna hækkunar  vísitölu neysluverðs   en sú vísitala hækkaði um 18,1% sl. ár. En auk þess samþykkti ríkisstjórnin í febúar sl. að hækka persónuafslátt um  2 þús. kr. á mánuði 2009 til þess að greiða fyrir kjarasamningum. Á ársgrundvelli verður persónuafsláttur 506.466 á árinu 2009.
Þessar breytingar þýða,að enda þótt skattprósentan hækki þá  vegur hækkun persónuafsláttar meira hjá þeim sem hafa lægri launin. Í dag eru skattleysismörkin rúmlega 99 þús. kr. á mánuði en þau hækka í 118 þús. kr. á mánuði frá og með janúar 2009  eða um 19,1%. Þessar breytingar þýða að skattar lækka hjá þeim sem, hafa lægstu launin en hækka hjá þeim sem hafa hæstu launin. Þeir sem hafa minna en 575 þús. á mánuði fá lækkun.Þetta er því skref í átt til jöfnunar.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband