Fimmtudagur, 1. janúar 2009
Forsetinn vill sáttmála við þjóðina um nýtt Ísland
Forseti Íslands,Ólafur Ragnar Grímsson,flutti merka ræði í dag,á nýársdag.Hann varpaði fram þeirri hugmynd,að gerður yrði sáttmáli við þjóðina um nýtt Ísland,endurreisn landsins. Forsetinn sagði,að þeir mörgu fundir,sem haldnir hefðu verið að undanförnu um hrun bankanna,um ,fundir sem almenningur hefði efnt til gætu endað í gerð sáttmála við þjóðina. Forseti kvaðst hafa haldið marga fundi vítt og breitt um landið að undanförnu og hann hefði fundið sterkan vilja hjá almenningi til þess að taka þátt í endurreisnarstarfinu. Forsetinn sagðist staðráðinn í því að halda á næstunni marga fundi með fólkinu í landinu til þess að ræða átak til endurreisnar,til nýrrar sóknar. Hann kvað ótal tækifæri fyrir hendi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það verður engin trúverðug endurreisn án þess að ráðast fyrst gegn spillingunni.
Heldur forsetinn að það sé hægt að koma á þjóðarsátt um að viðhalda kvótakerfinu og almenningur borgi brúsann fyrir útrásarvíkingina?
Sigurður Þórðarson, 1.1.2009 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.