"Fátt virtist álitið heilagt nema rétturinn til að græða"

Við þurfum að endurheimta þá sameiginlegu samfélagssýn á Íslandi, sem byggir á umhyggju og þjónustu umfram allt, á virðingu og trausti, á ábyrgð og skyldu fremur en réttindum, á langtíma uppbyggingu samfélags fremur en skyndigróða til eigin hagsmuna fárra. Látum það móta viðhorf og stefnu, ekki síst gagnvart þeim öldruðu og sjúku, fötluðu og svo börnunum. Þau mega ekki verða fórnarlömb félagslegrar upplausnar vegna fjármálahrunsins,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands í nýárspredikun í Dómkirkjunni í morgun.

Biskup ræddi um fjármálakreppuna og sagði Íslendinga hafa lifað tímana tvenna. Á áramótum bæri margur kvíðboga í brjósti, sæi ekkert nema sorta framundan. Aðrir eygðu nýja tíma og tækifæri.

„Einhverjir fóru framúr sjálfum sér, og ofan fyrir. Og við vorum dregin með sem þjóð. Ísland hefur verið á forsíðum virtustu dagblaða heimsins og því haldið fram að þjóðin hafi farið á neyslufyllerí. Nú gjöldum við dýru verði græðgi og hroka undangenginna ára, og berum þyngri skuldaklafa en nokkur önnur þjóð er bundin.  Við vorum í hópi ríkustu þjóða heims og lifðum hátt. Öllu virtist vikið til hliðar nema nauðsynjum fjármagnsins, fátt virtist álitið heilagt nema rétturinn að græða.“

Biskup sagði afleiðingar hrunsins sem við horfumst nú í augu við, gera miklar kröfur til okkar og svo yrði um ókomin ár. Þjóðin væri látin axla þungar byrðar. En í því fælust líka tækifæri til að endurmeta og hugsa upp á nýtt tilgang auðsins, hinna efnislegu gæða, að spyrja út í siðgæðið og forgangsröðunina sem mótar þjóðfélag okkar og menningu.

Biskup sagði líka mikilvægt að muna að Íslendingar væru ekki einir í heiminum, heldur hluti alþjóðasamhengis, sem stundum væri nefnt heimsþorpið.(mbl.is)

Ræða biskups var góð. Hann var skorinorður og sagði margt,sem

fólk hugsar en segir ekki. Biskup sagði,að nú gætu Íslendingar endurmetið og hugsað upp á nýtt tilgang   efnislegra gæða.Hann lagði áherslu á, að  við þyrftum að endurheimta þá samfélagssýn,sem  byggir á umhyggju og þjónustu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband