Tvær hópuppsagnir um áramót

Tvær hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunar um áramótin. Um 30 manns misstu við það vinnuna. Um er að ræða tvö, fremur lítil fyrirtæki í byggingariðnaði þar sem nær öllum starfsmönnum var sagt upp fyrir áramót.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ljóst að þótt tilkynningum um hópuppsagnir hafi fækkað verulega síðan í október og nóvember þá séu stjórnendur fyrirtækja í óðaönn að hagræða, segja upp starfsfólki, lækka starfshlutföll og skera niður í launagreiðslum.

Uppsagnir sem tilkynntar voru fyrir lok október taka að óbreyttu gildi um næstu mánaðamót og þá megi búast við því að álagið hjá Vinnumálastofnun aukist verulega.

Á heimasíðu Vinnumálastofnunar birtast tilkynningar um störf í boði; í morgun mátti sjá um 70 slíkar tilkynningar fyrir ríflega 100 stöðugildi. 56 þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, 9 á vestfjörðum, 12 á Norðurlandi vestra, 10 á Norðurlandi eystra, 18 á Austurlandi og 16 á Suðurlandi.

Engar slíkar tilkynningar er að sjá frá Vesturlandi og Suðurnesjum.(visir.is)

Lítið bólar  á  ráðstöfunum af hálfu ríkisstjórnarinnar til þess að auka atvinnu en nauðsynlegt er að gripið verði til aðgerða. Atvinnuleysi er mesta bölið.

 

Björgvin Guðmundssin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband