Mótmælendur fóru yfir strikið

Mótmælendur gengu of langt á gamlársdag, þegar þeir unnu skemmdarverk á tækjum Stöðvar 2 og

 réðust gegn starfsmönnum stöðvarinnar og  lögreglunni með ofbeldi. Milljónatjón varð á tækjunum og  starfsmenn Stöðvar 2 og lögreglumenn urðu fyrir meiðslum. Svona framkoma og ofbeldi skilar engu í baráttunni gegn stjórnvöldum.Þessi vinnubrögð skaða málstað þeirra mótmælenda,sem vilja viðhafa friðsamleg mótmæli.

Mótælafundur verður á Austurvelli á morgun og er þess að vænta,að þá verði mótmælin friðsamleg. Búast  má við fjölmenni á morgun ,þar eð jólahátíðinni er að mestu lokið og margir eru reiðir og óánægðir  vegna banakahrunsins. Enginn hefur enn axlað ábyrgð hvorki ráðamenn Seðlabankans, FME eða ríkis. Engu líkara er en að stjórnvöld haldi,að menn gleymi hruninu,sem varð en það gerist ekki.

 

Björgvin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband