Föstudagur, 2. janúar 2009
Komugjöld á heilsugæslustöðvum hækka
Almenn Komugjöld sjúkratryggða á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis utan dagvinnutíma er 2.600 kr. skv. reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, sem tók gildi um áramótin. Verðið var 2.200 kr. og hefur því hækkað um 18%. Verð á dagvinnutíma helst hins vegar óbreytt, eða 1.000 kr.
Með komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis utan dagvinnutíma er átt við tímann á milli 16 og 8 á virkum dögum, og á laugardögum og helgidögum.
Eldri borgarar og öryrkjar greiða minna, eða 500 kr. á dagvinnutíma. Annars 1.300 kr. Börn yngri en 18 ára greiða hins vegar ekkert gjald, hvorki á eða utan dagvinnutíma.
Skv. upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu eru engar breytingar gerðar á komugjöldum í heilsugæslunni á dagvinnutíma og breytingar til hækkunar séu fyrst og fremst tilkomnar vegna verðlagsbreytinga.
Fyrir komu og endurkomu á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa skal greiða 4.600 kr. Eldri borgarar og öryrkjar greiða 2.300 kr., en börn yngri en 18 ára greiða 800 kr.
Fyrir sjúkraflutning á sjúkrahús og frá sjúkrahúsi skulu sjúkratryggðir greiða 4.700 kr.
Vegna krabbameinsleitar á heilsugæslustöðvum og hjá heimilislæknum (legstrok og mynd af brjóstum) skal sjúkratryggður greiða kr. 3.400 fyrir hverja komu. Eldri borgarar og öryrkjar greiða 1.700 kr.
Fram kemur í reglugerðinni að þegar sjúkratryggður einstaklingur á aldrinum 18 - 70 ára hafi greitt 25.000 kr. á sama almanaksári vegna heimsókna á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis, vitjana lækna, innlagna á sjúkrahús, koma á slysadeild, göngudeild, dagdeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa, koma til sérfræðilækna utan sjúkrahúsa og til sérfræðilækna á göngudeild sjúkrahúsa, rannsókna á rannsóknastofum, geisla- og myndgreininga og beinþéttnimælinga skal hann eiga rétt á
afsláttarskírteini. (mbl.is)
Engin þörf er á því að hækka komugjöld á heilsugæslustöðvum. Þetta munar engu fyrir ríkið. Hér er ekki um það miklar fjárhæðir að ræða. Hins vegar munar þetta miklu fyrir sjúkklingana.
Björgvin Guðmundsson
![]() |

Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.