Mynda Samfylking og VG stjórn?

Ef stjórnarflokkarnir ná ekki samstöðu  í Evrópumálum er sjálfhætt  hjá ríkisstjórinni,að því er Ingibjörg Sólrún,formaður,sagði fyrir áramót.Þá þarf að kjósa,og hvort sem er.Krafa almennings er kosningar.

Hvað þýða  skoðanakannanirnar um fylgi flokkanna? Þær þýða það,að Samfylking og VG eru með meirihluta á alþingi, ef kosið væri í dag.Þessir tveir flokkar vilja umbylta kvótakerfinu,innkalla veiðiheimildir og úthluta á ný á réttlátan hátt,með uppboði eða úthlutun. Þessir flokkar tveir vilja einnig  endurreisa velferðarkerfið og stórbæta  hag aldraðra og öryrkja. Þessir tveir flokkar eiga margt sameiginlegt í innanlandsmálum en í Evrópumálum eru þeir ekki sammála. Best er að láta þjóðina ákveða næstu skref  í Evrópumálum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband