Hömlulaus frjálshyggja undirrót bankahrunsins.Mislukkuð einkavæðing bankanna

Skúli Helgasonn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir svo m.a. áramótagrein á heimasíðu Samfylkingarinnar í dag:

Nýtt ár er hafið.  Áramótin eru hefðbundið tilefni uppgjörs og endurmats en nú er það ekki bara til gamans gert heldur felst í því pólitísk nauðsyn að slíkt uppgjör við fortíðina eigi sér stað í íslenskum stjórnmálum, uppgjör sem tekur mið af því gjaldþroti hömlulausrar frjálshyggju, sem var ein undirrót bankahrunsins í haust.  Vissulega voru aðstæður á alþjóðlegum mörkuðum sá hvati sem flýtti fyrir hruni bankanna en forsendurnar lágu í mislukkaðri einkavæðingu bankanna á síðasta áratug, hömlulausri sókn banka og auðmanna eftir skyndigróða, ofþenslu í hagkerfinu m.a. vegna stóriðjustefnu stjórnvalda sem blinduð voru af tilkomumiklum skyndilausnum, veikburða eftirlitskerfi með fjármálastofnunum, og peningamálastefnu sem ekki tók mið af umfangi fjármálakerfisins og gat ekki varið það áföllum.  Mistökin í þessu ferli voru mörg og afdrifarík og það er mikilvægasta verkefni stjórnvalda árið 2009 að tryggja að við endurreisn Íslands verði dreginn lærdómur af þessu ferli.  Það kallar á nýja hugsun, faglegri vinnubrögð og breytta atvinnustefnu, þar sem áherslan er á fjölbreytt atvinnulíf í stað þess að allt traust sé lagt á eina atvinnugrein, eins og því miður hefur verið háttur Íslendinga lengstum. 

Ég er sammála flestu í þessum pistli. En þeir,sem gerðu sig seka um þau mistök,sem rædd eru í þessum pistli verða að axka ábyrgð.Það er krafa almennings. Það er krafa þjóðarinnar,

 

Björgvin Guðmundsson 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband