86,9 milljarðar í vaxtagjöld á árinu

Næstum fjórða hver króna af skattpeningum Íslendinga fer í vaxtagjöld samkvæmt fjárlögum fyrir árið í ár.

Áætlað er að vaxtagjöld verði 86,9 milljarðar króna á þessu ári en heildartekjur ríkisins verða rúmlega 402 milljarðar króna. Vaxtagjöldin nema um 22 prósentum af heildartekjum.

Aldrei fyrr hefur vaxtakostnaður verið eins hár samkvæmt fjárlögum.

Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ljóst að árið 2009 verði þungt í rekstri fyrir ríkið. Inni í fjárlögunum er ekki reiknað með vaxtakostnaði vegna lána fyrir útgreiðslu af innlánsreikningum erlendis.

„Það er auðvitað mjög íþyngjandi fyrir ríkið þegar vaxtagjöld eru 22 prósent af heildartekjum. Þetta er há upphæð og það kæmi sér vel að geta nýtt þessa fjármuni í annað, í því árferði sem nú ríkir. Það er alltaf áhyggjumál, hvort sem það er ríki, fyrirtæki, heimili eða sveitarfélag sem á í hlut, þegar ein króna af hverjum fjórum fer í greiða fjármagnskostnað,“ segir Gunnar.

Vaxtatekjur ríkisins eru áætlaðar um 22 milljarðar á þessu ári. Nokkurrar óvissu gætir um bæði vaxtagjöldin og vaxtatekjur þar sem þróun efnahagsmála á árinu ræður miklu. Auk þess er enn ósamið um vaxtakjör vegna ábyrgðar íslenskra skattgreiðenda á Icesave-innlánsreikningum Landsbankans.(mbl.is)

Þetta eru gífurlega mikil vaxtagjöld. Það er dýrt að vera fátækur.Hér eru ekki reiknuð með vaxtagjöld vegna Icesave reikninganna svonefndu. Mér sýnist augljóst,að íslenska ríkið ráði ekkert við að bæta vaxtagjöldum vegna þeirra við enda á þjóðin ekki að greiða vexti vegna skulda einkabanka.Nóg er að borga  það sem er í tryggingasjóðum bankanna og það ,sem kemur inn fyrir eignir þeirra.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband