Laugardagur, 3. janúar 2009
Össur styður álver í Helguvík
Össur Skarphéðinsson,iðnaðarráðherra,skrifar grein í Fréttablaðið í dag og skýrir þar frá því,að hann hafi látið staðfesta fjárfestingarsamning fyrir álver í Helguvík en á grundvelli þess samnings geti álverið samið um lán frá 5 erlendum bönkum til framkvæmdanna.Ég tel,að Össur hafi hér stigið rétt skref, Það er nauðsynlegt,að gera allt sem mögulegt er til þess að tryggja aukna atvinnu í landinu nú þegar 10 þús. manns eru þegar atvinnulaus og meira atvinnuleysi blasir við.Talið er að bygging álversins í Helguvík muni á byggingartíma alversins skapa 2500 manns störf en auk þess muni 650 manns starfa í alverinu,þegar það er risið. Hér er því mikið í húfi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér. Vona að tískumótmælendur stóriðju sjái í gegnum tárin hversu gríðarlega mikla þýðingu þetta hefur fyrir okkar litlu þjóðarskútu í dag. Össur græðir svo líklega einhver prik á þessu fyrir flokkinn sinn.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.