Laugardagur, 3. janúar 2009
Steingrímur J. vill rauðgrænt bandalag með Samfylkingu
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vill mynda rauðgrænt bandalag með Samfylkingunni. Í viðtali við DV segist Steingrímur sannfærður um að boðað verði til þingkosninga á næstu mánuðum. Það sé lýðræðislegasta leiðin til að endurheimta það traust sem seitlað hefur út úr viðskiptalífinu og stjórnmálunum frá upphafi bankahrunsins.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að afstaða Sjálfstæðisflokksins til Evrópusambandsaðildar myndi ráða úrslitum um áframhaldandi stjórnarsamstarf.
Eðlilegt væri að efna til þingkosninga, ef farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi viðræður um Evrópusambandsaðild líkt og Geir Haarde hefur ljáð máls á. Vinstrihreyfingin grænt framboð er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup.(visi.,is)
Allt veltur nú á niðurstöðu Evrópumála á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ef fundurinn samþykkir aðildarviðræður að ESB bendir allt til þess að stjórnin haldi áfram. Ef aðildarviðræður verða felldar er sjálfshætt fyrir stjórnina og þá er útlit fyrir stjórn Samfylkingar og VG.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.