Sunnudagur, 4. janúar 2009
FME rannsakar peningamarkaðsjóði bankanna
Rannsóknir Fjármálaeftirlitsins (FME) í kjölfar falls bankanna beinast meðal annars að því að kanna viðskipti með verðbréf og markaðssetningu og fjárfestingu peningamarkaðssjóða samkvæmt upplýsingum frá FME.
Rannsóknir snúa enn fremur að öðrum þáttum en endurskoðunarfyritæki sem rannsakað hafa bankanna skiluðu skýrslum sínum til FME skömmu fyrir áramót. Einnig hafa utanaðkomandi sérfræðingar skoðað ákveðna þætti sem snúa m.a. að innri reglum bankanna og lögum og reglum um fjármálafyrirtæki. Upplýsingum vegna þessarar skoðunar hefur verið skilað til Fjármálaeftirlitsins. (mbl.is)
Almenningur er mjög reiður vegna útkomu peningamarkaðssjóðanna. Fólki var talun trú um að þessir sjóðir væru öryggir eins ig sparisjóðsbækur og fulltrúar bankabna hvöttu fólk til þess að geyma sparifé sitt frekar í peningamarkaðssjóðum en í sparisjóðsbókum.Það væri jafn öruyggt en með hærri vöxtum. Spurning er hver ábyrgð bankanna er í þessu efni. Margir fengu ekku nema 10-30% af peningunum sem þeir áttu í þessum sjóðum. Fólk vill fá allt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.