Nýja Ísland eftir Guðmund Magnússon

Fyrir jólin kom út bókun Nýja Ísland eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing. Þetta er athyglisverð bók,sem fjallar  um þá breytingu,sem varð hér á skömmum tíma,þegar ný stétt nýríkra manna myndaðist hér og  mikill launamismunur og ójöfnuður varð eftir að þjóðfálagið hafði um langt skeið einkennst af jöfnuði og stéttlausu þjóðfélagi svo athygli vakti   erlendis. Undirtitill bókarinnar er: Listin að týna  sjálfum sér. Höfundur spyr: Getur verið að breytingar síðustu ára hafi verið stórstígari en þjóðfélagiðp réði við. Við lestur bókarinnar verður ljóst,að höfundur saknar gömlu góðu gildanna,sem einkenndu íslenskt þjóðfélag en þau hurfu  mörg hver í gróðavæðingunni og kappinu sem einhenndi  tímabil kapphlaups eftir peningum og veraldlegum gæðum. I bókinni eru nefnd mörg dæmi um bruðl og óráðsíu hinna nýríku. T.d. segir frá því,að einn bankastjóranna ( bankaráðsformaður) hafi árið 2007 reist sér sumarhöll, á jörð sinni í Borgarfirði en hún hafi verið 840 fermetrqr að stærð með 40 fermetra vínkjallara og stórglæsilegu saunahúsi.Kostnaður við bygginguna hafi verið um 300 milljónir. Mörg fleiri dæmi um bruðl nýríkra manna eru nefnd í bókinni.Ég hvet menn til þess að lesa bók Guðmundar Magnússonar. Hún er athyglisverð.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband