Sunnudagur, 4. janúar 2009
Hefur verkalýðshreyfingin brugðist?
Rætt var um verkalýðshreyfinguna í þætti Hjálmars Sveinssonar Á krossgötum í RUV í gær. Viðmælendur voru 4 fulltrúar grasrótarinnar,sem hafa verið ræðumenn á útifundum á Austurvelli.Fulltrúar grasrótarinnar gagnrýndu verkalýðshreyfinguna harðlega og sögðu allan kraft úr henni.Hefði verkalýðshreyfingin um langt skeið verið aðgerðarlítil eða allt síðan þjóðarsáttin var gerð. ASÍ kappkostaði að hafa sem best samstarf við Samtök atvinnulífsins en baráttuviljann skorti.Nú væri mikið atvinnuleysi,mikil verðbólga og kaupmáttur hrapaði stöðugt svo verkalýðshreyfingin gæti ekki setið með hendur í skauti.
Fulltrúar grasrótarinnar,sem komu fram í þætti Hjálmars Sveinssonar virðast hafa mikið til síns mál. Kjarasamningar eru í uppnámi en samkvæmt þeim eiga launþegar að fá verulega vísitöluhækkun en hljóðið varðandi hana er neikvætt hjá fulltrúum iðnaðarins. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hefur kaupmáttur launa þegar lækkað um 7,7%. Launþegar verða því að fá vísitöluhækkun til þess að vega upp á móti.ASÍ verður að tryggja þá hækkun og ráðstafanir til aukningar á atvinnu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.