Menn vilja kosningar um ábyrgð vegna bankahruns

Geir Haarde forsætisráðherra hefur varpað fram þeirri hugmynd að kosið verði um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Ísland eigi að óska eftir aðildarviðræðum við ESB.Í tengslum við þessa hugmynd hefur Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingar  sagt,að ef kjósa eigi um aðildarviðræður sé best að  kjósa til  alþingis um leið.

Það er einn galli á því að tengja þingkosningar  við Evrópumálin. Það verður þá ekki kosið  um ábyrgð stjórnmálamanna vegna bankahrunsins.En krafa almennings er sú,að stjórnmálamenn axli ábyrgð vegna  hruns bankanna og  það verður best gert í þingkosningum án tengingar við ESB.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband