Þúsundir mótmæltu á Austurvelli í gær

Margir voru samankomnir á Austurvelli til þess að mótmæla. í gær. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áætlar að um 1.500 til 2.000 manns hafi verið á Austurvelli. Þau hafa verið friðsöm . Mótmælendur kröfðust þess að stjórnmálamenn axli ábyrgð á hruni fjármálakerfisins. Allt fór friðsamlega fram að sögn lögreglu.

Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir fluttu ræður við góðar undirtektir. Hörður Torfason, skipuleggjandi mótmælanna, sagði mikla og góða stemmningu hafa ríkt meðal viðstaddra. „Það er mikil stemmning og ég er viss um að hér eru þúsundir manna,“ sagði Hörður.

Ljost er,að mómælin munu halda áfram þar til einhver axlar ábyrgð af bankahruninu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband