Mánudagur, 5. janúar 2009
Vonir bundnar við nýjan forseta í Bandaríkjunum
Nú styttist í,að nýr forseti,Obama,taki við embætti forseta Bandaríkjanna. Forsetaskipti verða 20.janúar n.k. Þá lætur Bush af störfum og Obama tekur við. Það verða kærkomin skipti.Bush hefur ekki verið góður forseti. Hann hefur brotið mannréttindi,.t.d. við meðferð fanga,hann hefur virt umhverfismál að vettugi og þannig mætti áfram telja. Stærstu mistök eða afglöp Bush voru þó hernaðaraðgerðirnar ( innrásin) í Írak.Þá réðust Bandaríkin með hernaði inn í annað ríki á fölskum forsendum.Bandaríkin sögðu að Írak hefði yfir gereyðingarvopnum að ráða og það þyrfti að uppræta þau. En engin gereyðingarvopn fundust þar. Ísland studdi innrásina en þeir Davíð Oddsson þá foirsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson þá utanríkisráðherra stóðu fyrir því án þess að leggja málið fyrir utanríkismálanefnd alþingis eða ríkisstjórn.
Menn binda miklar vonir við Obama sem nýjan forseta. Hann er demokrati og vill framkvæma ýmsar umbætur í þágu almennings, Hann ætlar að breyta stefnunni í umhverfismálum og mannréttindamálum.Hann ætlar að virða umhverfissjónarmið og mannréttindi. Væntanlega verður góð breyting með tilkomu hans í embætti.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.