Mánudagur, 5. janúar 2009
Kærum Breta! Fresturinn er að renna út.
Frestur til þess að höfða mál á hendur Bretum vegna þess að þeir beittu hryðjuverkalögum gegn okkur og frystu eignir íslenskra banka,rennur út á miðvikudag. Ekki hefur verið höfðað mál enn en þó hefur alþingi samþykkt fjárveitingu til stuðnings málaferlum.Rætt hefur verið um að bæði Kaupþing og íslenska ríkið geti farið í mál. Ég skora á aðila að fara í mál við Breta. Það má ekki klúðra málum þannig,að fresturinn líði án málshöfðunar.Bretar beittu okkur miklum órétti og þeir eiga að svara til saka fyrir dómstólum.
Heyrst hefur,að íslensk stjórnvöld séu hrædd við að höfða mál þar eð ekki sé lokið samningum um Icesave reikningana.Það má ekki blanda þessum málum saman.Málaferlin eru eitt mál,samningar um Icesave annað.Ef ekki nást viðunandi samningar um Icesave á Ísland að neita að borga. Raunar tel ég koma til greina að neita að borga hvort sem er annað en það sem er í tryggingasjóði bankanna og fæst við sölu eigna bankanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.