Mánudagur, 5. janúar 2009
Bjarni Ármannsson viðurkennir mistök
Bjarni Ármannsson fyrrverandi bankastjóri Glitnis skrifar grein í Fréttablaðið í dag um bankahrunið.Þar viðurkennir hann,að hann hafi ásamt öðrum bankamönnum gert mistök. Hann segir í greininni: Við gerðum mistök í því að byggja upp of stórt kerfi á of skommum tíma,reiða okkur á lítinn gjaldmiðil og peningamálastefnu,sem ekki gat gengið til lengdar í heimi alþjóðaviðskipta. Bjarni segir,að allir sem stýrðu fjármálakerfi Íslendinga beri sína ábyrgð og að þeim beri að meta með ábyrgum hætti hvernig þeir axli hana.
Já spurningin er: Hvernig ætla´ þeir,sem bera ábyrgðina að axla sína ábyrgð? Bankastjórarnir hafa að vísu látið af störfum en yfirmenn Seðlabanka og FME sitja áfram.Enginn í ríkisstjórninni hefur axlað ábyrð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Merkilegt er þó að sjá hvar honum finnst þeir hafa gert mistök. Ekki er minnst á krosstengslin né óvenjuleg og ótrygg lán til einstakra aðila. Kattarþvottur og yfirbreiðsla eins og ávalt, er eitthvað, er hver heldur fyrst, að sé ábyrgð og eftirsjá mannanna er ábyrgðina bera.
Við eigum svo vonandi eftir að sjá hvernig þessir menn þáðu laun sín. Sagan segir þá alla eiga fyrirtæki, ef fyrirtæki má kalla, í skattaparadísum við miðbaug. Þetta munu yfirlit frá Valitor láta í ljós ef skattstjóri heldur þeirri herferð áfram er hann virðist vera í.
Eini maðurinn er hefur beðið afsökunar er forseti vor, hann á heiður skilið, í þetta skiptið.
Halla Rut , 5.1.2009 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.