Mánudagur, 5. janúar 2009
Hvað breytist við aðild að ESB?
Umræða um kosti og galla aðildar að ESB er komin á fullan skrið.Er það vel,þar eð mikil og góð umræða um málið er nauðsynleg áður en tekin er ákvörðun um það hvort sækja eigi um aðild.En hvað breytist,ef Ísland gengur í ESB? Er ekki nóg að vera í EES. Ýmislegt breytist.ESB er margs konar bandalag,m.a. tollabandalag en EFTA er fríverslunarsvæði.Í tollabandlagi eru ekki aðeins innbyrðis tollar felldir niður,heldur eru ytri tollar einnig samræmdir. Í fríverslunarbandalagi eins og EFTA eru aðeins innri tollar afnumdir. EFTA gerði fríverslunarsamning við ESB.EES byggist því m.a. á fríverslunarsamningi milli bandalaganna. Við aðild að ESB yrði Ísland að sæta ytri tollum ESB.Sumir tollar mundu við það hækka en aðrir lækka gagnvart þriðja ríki.Fáeinar sjávarafurðir og búvörur sem ekki sæta tollaniðurfellingu hjá EES mundu gera það við aðild að ESB.
Meginbreytingin er samt sú,að við aðild að ESB mundi Ísland setjast við stjórnarborðið hjá ESB,fá aðild að þingi,ráðherraráði og framkvæmdastjórn sambandsins.Ísland mundi því geta verið með í því að móta frá fyrstu byrjun tilskipanir ESB en ekki eins og nú taka við þeim fullmótuðum án mikillar aðkomu að gerð þeirra,
En allt veltur þó á því fyrir Ísland hvernig fer með sjávaútvegsmálin. Ísland þarf að halda fullum yfirráðum yfir fiskimiðum sínum.Davíð Þór Björgvinsson prófessor segir að Ísland gæti sett í stjórnarskrá sína að Ísland hefði óskoraðan yfirráðarétt yfir fiskveiðiauðlind sinni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin.
Ég tek fyllilega undir með þér um nauðsynlega umræðu varðandi kosti og galla og ekki síst samanburð á fullri aðild annars vegar og EES samningnum hins vegar.
Mbl. býður upp á slíka grein í dag. Hún er að mínum dómi ekki nógu nákvæm og setti ég inn athugasemdir þar um í þessari færslu.
Hitt er annað mál að ég er ekki sannfærður um að þau 0,8% þingsæta sem við fengjum á Evrópuþinginu myndu gefa okkur meira færa á mótandi vinnu en sú sem nú fer fram í gegnum EFTA skrifstofuna í Osló.
Umráð, til framtíðar, yfir fiskimiðum, er ekki hægt að tryggja með óyggjandi hætti nema að gera í það minnsta þrennt: 1) að tryggja þau í aðildarsamningi, sem hefur lagagildi, 2) að tryggja það í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins og 3) að setja inn í aðildarsamninginn ákvæði um að Evrópusambandið megi ekki setja nein lög sem stríða gegn því ákvæði stjórnarskrárinnar. Svo er líka alltaf hægt að halda yfirráðunum með því að ganga ekki í ESB og líklega er það besti kosturinn.
Vek líka athygli á að með Lissabon samningnum er réttur til lagasetningar í orkumálum færður til Brussel. Einhverra hluta vegna hefur það ekki ratað inn í umræðuna hér á landi.
Haraldur Hansson, 5.1.2009 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.