Vöruskiptin 82,7 millj, kr. hagstæðari en í fyrra

Vörur voru fluttar út fyrir tæpa 43,2 milljarða króna í nóvember sl. og inn fyrir 40,6 milljarða króna, samkvæmt útreikningum Hagstofu. Vöruskiptin í nóvember, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 2,5 milljarða króna. Í nóvember 2007 voru vöruskiptin hagstæð um 5 milljarða króna á sama gengi.

Fyrstu ellefu mánuðina 2008 voru fluttar út vörur fyrir 413,1 milljarð króna en inn fyrir 442,0 milljarða króna. Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 28,9 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 111,6 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 82,7 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. (mbl.is)

Mikil umskipti hafa orðið í vöruskiptajöfnuði og verulega dregið úr hallanum. Það ætti að  geta styrkt krónuna, Þessi breyting hefur að vísu kostað mikla kjaraskerðingu,mikla verðbólgu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband