Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Eftirsjá af Guðmundi Steingrímssyni
Guðmundur Steingrímsson varaþingmaður Samfylkingarinnar hefur sagt sig úr flokknum og ákveðið að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn.Hann kveðst óánægður með ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og kveður úrræðaleysi hafa einkennt tímabil stjórnarinnar frá því bankahrunið varð. Hins vegar nefnir hann ekkert einstakt mál,sem hann er óánægður með.Það er eftirsjá af Guðmundi úr Samfylkingunni.
Ég var hissa þegar Guðmundur bauð sig fram fyrir Samfylkinguna,þar eð hann er sonur Steingríms Hermannssonar fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. En þegar hann var kominn í flokkinn virtist hann vera einlægur jafnaðarmaður og þess vegna er ég jafn hissa nú,þegar hann segir sig úr flokknum og gengur í Framsókn.Ekkert kemur fram hvað í stefnu og framkvæmd Samfylkingarinnar Guðmundur var óánægður með.
Það hefði verið eðlilegra,að Guðmundur hefði verið kyrr i Samfylkingunni og unnið að breytingum á stefnu flokksins í samræmi við það,sem hann vildi.
Björgvin Gupmundsso
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.