Titringur í stjórnarherbúðunum

Undafarna daga hefur verið talverður  taugatitringur í stjórnarherbúðunum.Nokkrir af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa  sagt,að Ingibjörg Sólrún væri að stilla Sjálfstæðisflokknum upp við vegg með því að segja,að stjórnarsamstarfi væri sjálfhætt,ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ekki að sækja um aðild að ESB á landsfundi,Geir Haarde sagði í dag,að Ingibjörg Sólrún væri ekki að stilla Sjálfstæðisflokknum upp við vegg.Þá hefur gagnrýni á stjórnarsamstarfið aukist innan Samfylkingar. Mörður Árnason varaþingmaður gagnrýndi í gær Össur Skarphéðinsson harðlega fyrir að samþykkja álver í Helguvík. Og í dag sagði Guðmundur Steingrímsson varaþingmaður sig úr Samfylkingunni.Hann var óánægður með stjórnarsamstarfið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband