Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Stöðva verður átökin á Gaza
Fundur var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um átökin á Gaza í gær. Fulltrúar Palestínumanna hafa rætt við embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum og ráðamenn vestan hafs til að freista þess að koma á vopnahléi.
Ísraelar halda því fram að þeir hafi verið að svara skothríð frá Hamas-liðum þegar um þrjátíu manns létu lífið í sprengjuárás á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gaza í dag. Tugir særðust, margir lífshættulega. Ban-ki moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í yfirlýsingu í kvöld að árásirnar á skólana væru óþolandi. Þjóðarleiðtogar víða um heim reyna nú að miðla málum.
Forseti Palestínu, Mammhoud Abbas, hitti fyrr í dag Ban-Ki Moon aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna en Palestínumenn reyna nú hvað þeir geta að fá alþjóðasamfélagið til að stöðva átökin á Gaza.
Abbas ræddi líka við Condolezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem fór til New York. Þá sat hann á fundum með fulltrúum Arabaríkja til að leggja drög að ályktun sem leggja mætti fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísraelar væru hvattir til að hætta hernaði sínum á Gaza og Hamasliðar til að hætta eldflaugaárásum á Ísrael. Margir efast þó um að samstaða náist í öryggisráðinu um ályktun um Gaza. (ruv.is)
Árásir Ísraelsmanna á Gasa eru fordæmanlegar. Gerðar hafa hvað eftir annað verið árásir á óbreytta borgar,skóla og sjúkrahús. Ísraelsmenn segja,að Hamasmenn leynist í íbúðahverfum og jafnvel í skólum og sjúkrahúsum og skjóti þaðan eldflaugum á Ísraelsmenn.Báðir aðilar bera sök á átökunum. En það verður að stöðva þau þegar í stað.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.