Ríkisstjórnin skerðir kjör eldri borgara og öryrkja

Kjaranefnd  Félags eldri borgara í Reykjavík  (FEB) mótmælti kjaraskerðingu eldri borgara um áramót í ályktun,sem gerð var um jólin.Í ályktun FEB sagði svo:

Kjaranefnd FEB mótmælir harðlega kjaraskerðingu aldraðra,sem ákveðin var í endurskoðuðu fjárlagafrumvarpi og kom til framkvæmda um áramót. Samkvæmt þessari breytingu skerðast  kjör 3/4 lífeyrisþega TR,þar eð lífeyrir  þeirra hækkaði aðeins um 9,6% um áramót  en átti að hækka um 20%,ef fullar verðlagsbætur hefðu komið á lífeyrinn eins og lögbundið var áður. Aðeins 1/4  lífeyrisþega   fékk fullar verðlagsbætur á lífeyri sinn. Er þar um að ræða þá,sem eru á lægstu bótum. Kjaranefnd fagnar því,að  lægstu bætur skerðast ekki.

Kjaranefnd bendir á,að Hagstofan hefur nú birt nýja   könnun um meðaltalsútgjöld  heimilanna í landinu. Samkvæmt henni nema meðaltalsútgjöld einhleypinga  282 þús. kr. á mánuði án skatta. Það er stefna FEB,að lífeyrir aldraðra hækki í þessa fjárhæð. Vegna erfiðleika í fjármálum þjóðarinnar telur kjaranefnd,að  framkvæma  megi  slíka leiðréttingu   á lífeyri aldraðra í  áföngum. Fyrsti áfangi leiðréttingarinnar komi til framkvæmda strax í byrjun árins.

Ríkisstjórnin afsakar allar sínar gerðir nú með fjármálakreppunni.En fjármálakreppan afsakar ekki að skerða kjör eldri borgara og öryrkja.Áður en það er gert á að skera hraustlega niður í ríkiskerfinu,leggja  niður óþarfar stofnanir eins og varnarmálastofnun og jafnvel sendiráð.En kjör aldraðra og öryrkja eru það slæm,að ekki má skerða þau. Það þarf að bæta þau eins og sést best á neyslukönnun Hagstofunnar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband