Forsetinn gekk of langt í stuðningi við útrásarvíkinga

Í bókinnni Saga af forseta segir Ólafur Ragnar Grímsson,forseti, itarlega frá samskiptum sínum við svokallaða útrásarvíkinga og stuðningi sínum við þá.Þar kemur fram, að forsetinn hefur lagt lið mörgum útrásarverkefnum,ekki aðeins almennt heldur einstökum verkefnum,fyrir einstaka auðmenn,t.d.  Björgólf Thor Bjórgólfsson .Ég geri ekki athugasemd við það,að forsetinn veiti íslensku viðskiptalífi lið .t.d. með því að taka þátt í viðskiptasendinefndum til Asíu,þar sem oft getur verið mikilvægt að opna leiðir almennt til viðskipta.En ég tel orka tvímælis,að  forsetinn sé að mæla með einstökum viðskiptaverkefnum  og styðja í því sambandi fremur einn en annan.Forseti Ísland má ekki mismuna.Við lestur bókarinnar verður  mér ljóst,að fosetinn  hefur gengið of langt í  þessu efni. Hann hefur gengið of langt í stuðningi við einstaka  útrásarvíkinga. En  forsetinn hefur beðist afsökunar á þessu í ræðu.Og það er virðingarvert.

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband