ISG: Ekki þörf á þingkosningum í vor,ef ákveðið verður að sækja um aðild að ESB

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist ekki sjá ástæðu til þess að fara í kosningar í vor, verði tekin ákvörðun um það fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið á vormánuðum. Þetta sagði Ingibjörg í Kastljósi nú í kvöld.

Ingibjörg benti á að ef stjórnvöld tækju ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu yrði að rjúfa þing og boða til kosninga. Hún sagði jafnframt að kosið hefði verið til þings fyrir 18 mánuðum síðan og mynduð ríkisstjórn. Sú stjórn væri að vinna að því að byggja upp eftir kerfishrunið sem hefði orðið.(visir,is)

Ingibjörg Sólrún staðfesti það sem hún hefur sagt  áður,að ef kjósa ætti um aðildarviðræður væri eðlilegt að kjósa til þings um leið.Hún sagði,að þær raddir heyrðust innan Samfylkingarinnar,að bankahrunið hefði verið tilefni til kosninga og jafnvel  stjórnarbreytingar.En hún teldi,að stjórnin þyrfti að ljúka sínu verki,sem hafið væri,vegna bankahrunsins,

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband