Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Utanlandsferðum Íslendinga fækkað um helming
Ljóst er að kreppan hefur haft þau áhrif að ferðalög hafa dregist saman enda hefur fólk nú minna á milli handanna en áður til að eyða í ferðalög. Frá því að kreppan braust út í byrjun október hefur utanlandsferðum Íslendinga fækkað um tæplega helming. En á sama tíma er Ísland orðið að fýsilegum kosti í huga útlendinga sem mögulegur sumarleyfisstaður en eftir hrun krónunnar er Ísland í flokki ódýrra áfangastaða.
Janúar er sá mánuður ársins sem Bretar byrja að láta sig dreyma um sumarleyfi enda dimmt og drungalegt yfir öllu. En í ár má búast við því að staða pundsins gagnvart öðrum gjaldmiðlum verði einn helsti áhrifavaldurinn á hvort þeir fara af landi brott í fríinu eða haldi sig heima. Ísland kemur upp í huga margra Breta og spurning um hvort þeir ákveði að láta innlánsreikninga íslensku bankanna sem vind um eyru þjóta þegar ferðalag ársins er bókað.
Á vef BBC kemur fram að einhverjir breskir sparifjáreigendur hafi lítinn hug á að sækja Ísland heim og að Íslendingar séu ekki yfir sig hrifnir af Bretum þessa dagana.
Ljóst er að kreppan hefur haft þau áhrif að ferðalög hafa dregist saman enda hefur fólk nú minna á milli handanna en áður til að eyða í ferðalög. Frá því að kreppan braust út í byrjun október hefur utanlandsferðum Íslendinga fækkað um tæplega helming.
Alls fóru 45 þúsund Íslendingar að utan um Leifsstöð í október og nóvember á þessu ári, en til samanburðar var þessi fjöldi 83 þúsund á sama tímabili fyrir ári síðan.
Í nóvember fækkaði brottförum Íslendinga um 60% frá sama mánuði fyrir ári síðan. Alls héldu rúmlega 16 þúsund Íslendingar utan í nóvember en ekki hafa jafn fáir Íslendingar farið utan síðan í desember 2002, að því er segir í Morgunkorni Glitnis.
Það eru þó ekki bara Íslendingar sem ekki fá útrás fyrir sína ferðaþrá þessi misserin. Allstaðar í heiminum finna flugfélög og ferðaþjónustufyrirtæki fyrir minnkandi ferðamannastraumi.
Evrópa, Bandaríkin og Japan ganga nú í gegnum efnahagslega erfiðleika en Japanir, Bandaríkjamenn og Evrópubúar eru duglegastir allra jarðarbúa að ferðast. Asía og Kyrrahafseyjarnar hafa notið ört vaxandi vinsælda undanfarin ár meðal ferðalanga og hafa á örfáum árum komist í hóp vinsælustu áfangastaða í heimi. Á síðasta ári jókst fjöldi ferðmanna sem lögðu leið sína til Asíu og Kyrrhafseyja hinsvegar aðeins um 3% samanborið við 10,5% vöxt árið áður samkvæmt upplýsingum Alþjóðaferðamálastofnunar Sameinuðu Þjóðanna (UNWTO).
Verulega hægði á ferðalögum á seinni hluta síðasta árs vegna hækkandi olíuverðs sem leiddi til hækkandi flugfargjalda og versnandi efnahagsástands. Búist er við að ferðalögum muni halda áfram að fækka fram á seinni hluta næsta árs en að ferðagleði jarðarbúa taki svo við sér á nýjan leik þegar hin alþjóðlega efnahagskreppa mun hörfa.
Að mati Alþjóðaferðamálastofnunarinnar lýtur nú allt út fyrir að efnahagskreppan muni hafi sömu áhrif á ferðamannaiðnaðinn í heiminum og hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin haustið 2001 en í kjölfar árásanna fór ferðamannaiðnaðurinn á heimsvísu í djúpa lægð," samkvæmt Morgunkorni Glitnis.
Á vef BBC er farið yfir mögulega áfangastaði og er mælt með því að Bretar haldi sig fjarri evru-löndum vegna falls pundsins gagnvart evru. Tyrkland er ofarlega á blaði þar sem landið hefur ekki enn gengið inn í Evrópusambandið. Eins þykir fremur ódýrt að dvelja í Tyrklandi og aðstaða góð fyrir ferðamenn. Á síðasta ári jukust ferðalög Breta til Tyrklands umtalsvert og telja blaðamenn BBC líklegt að margir taki Tyrkland fram yfir Grikkland þetta árið.
Egyptaland þykir líka fýsilegur kostur fyrir breska ferðamenn sem og Marokkó og Túnis. Eru ferðamenn hins vegar varaðir við því að taka tillit til laga sem ríkja í þessum löndum og konur beðnar um að virða reglur um sómasamlegan klæðnað á ströndinni.(mbl.is)
Eðlilegt er,að utanlandsferðum Íslendinga fækki,þegar harðnar í ári. Þó er það svo,að margir lemja hausnum við steininn og vilja ekki viðurkenna,að ástandið hafi versnað. Þeir reyna að halda óbreyttuum lífsstíl. En það tekst ekki lengi.Allur kostnaður við að lifa hefur aukist svo gríðarlega mikið,að eitthvað verður undan að láta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.