ESB: Gott framtak Morgunblaðsins

Undanfarna daga hefur Morgunblaðið birt greinqar um Evrópusambandið,kosti þess og galla.Tekinn er fyrir einn þáttur ESB á dag og fjallað ítarlega um hann. Í dag er t.d. fjallað um stjórnkerfi og stofnanir ESB.Hér er um mjög gott framtak hjá Mbl. að ræða. Mun það vafalaust auðvelda stjórnmálamönnum og almenningi að taka afstöðu til ESB.

Helstu stofnanir ESB eru 1) Evrópuþingið. Hlutverk þess er að annast lagasetningu ásamt  ráðherraráðinu.Þingið þarf að samþykkja fjárlög og það fer með eftirlitshlutverk.Völd þingsins hafa aukist mikið á undanförnum árum en í upphafi var það valdalítið.Ísland fengi 6 fulltrúa á Evrópuþinginu.  2) Ráðherraráðið. Það fer með löggjafarvald ásamt þinginu. Ráðherraráðið er mjög valdamikið. Ísland fengi 1 fulltrúa í ráðinu.3) Framkvæmdastjórnin fer með framkvæmdavald sambandsins. Hún leggur fram tillögur að lagasetningu. Hún kemur fram fyrir hönd  aðildarríkjanna í samningum við ríki utan sambandsins. Í framkvæmdastjórninni sitja 27 fulltrúar,1 frá hverju aðildarríki.Ísland fengi 1 fulltrúa.

Reynt er að afgreiða öll mál í ESB með samkomulagi. Það skiptir því ekki öllu máli hvað mörg atkvæði hver hefur heldur hvernig haldið er á málum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband