Almenningur vill breytingar

Á morgun.laugardag,verður venju samkvæmt haldinn mótmælafundur á Austurvelli til þess að mótmæla bankahruninu og krefjast þess að einhver axli ábyrgð. Almenningur vill ,að bankastjórn Seðlabankans víki,svo og forstjóri Fjármálaeftirlitsins.Þessar tvær stofnanir bera  ábyrgð á því,að eftirlit með bönkunum brást. Þær bera ábyrgð á því,að  ekki var tekið í taumana þegar bankarnir voru að þenjast út og margfaldast miðað við hagkerfi þjóðarinnar.Bankakerfið nam orðið tólffaldri þjóðarframleiðslu  okkar.

Bankaeftirlit og Seðlabanki áttu að stöðva þennan ofvöxt. Ef það hefði verið gert hefði mátt afstýra bankahruni.

En ríkisstjórn nú og fyrr bera einnig ábyrgð svo og alþingi.Ríkisstjórn og alþingismenn verða einnig að axka ábyrð. Það verður best gert með því að láta kjósa.Því eiga alþingiskosningar að fara fram,ekki síðar en næsta vor.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband