Á að einkavæða skurðstofuna á Reykjanesi?

Talið er,að ætlunin sé að einkavæða skurðstofurekstur á Reykjanesi.Ætlunin er að flytja skurðstofuna frá St.Jósefsspítala til Reykjaness og þeir,sem kunnugir eru málum telja,að ætlunin sé að einkavæða skurðstofuna þar. Menn eru standandi hissa yfir því,að  heilbrigðisráðherra skuli hafa ákveðið að loka skurðstofunni á St. Jósefsspítala eða ætla að flytja hana til Reykjaness.Mjög gott starfsfólk  er á St.Jósefsstítala. Þar hefur verið rekin afburða góð skurðstofa.Ekkert liggur fyrir um að starfsfólkið í Hafnarfirði sé reiðubúið að flytjast til Reykjaness. Einnig eru á spítalanum   í Hafnarfirði mjög góðir meltingarsérfræðingar og hafa farið þar fram rannsóknir á sjúklingum svo sem ristil-og magaspeglanir.Öll  þessi starfsemi á St, Jósefsspítala stendur á gömlum merg. Með einu pennastriki er þessari starfsemi allri lokað einungis til þess að uppfylla einhverja einkavæðingardrauma. Ekkert liggur fyrir um   að neitt sparist við  þessar æfingar. Mikil reiði er meðal Hafnfirðinga vegna þessara  ráðagerða og raunar er óánægja út um allt land með áform heilbrigðisráðherra.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband