ESB: Olían verður í eigu þjóðarinnar

Í samband  við hugsanlega aðild Íslands að ESB hefur mest verið rætt um sjávarútveg okkar,sem eina mikilvægustu auðlindina. En  við eigum fleiri auðlindir.Við eigum orku og nú styttist í að við getum farið að vinna olíu á Drekasvæðinu.Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af Drekasvæðinu. Þjóðin mun eiga olíuna þó við förum í ESB.Um orkuna er það að segja,að ekkert  breytist við aðild að ESB frá því sem nú er með EES samningnum.EES samninguninn opnaði  erlendum fjárfestum á EES svæðinu leið til að fjárfesta í íslenskum orkufyrirtækjum. EES borgarar geta því þegar i dag tekið þátt í orkuvinnslu á Íslandi.Eignarhald á orkuauðlindum okkar breytist hins vegar ekki við aðild að ESB.Og   lög þau ,sem iðnaðarráðherra  setti um orkumál tryggja  eignarhald hins opinbera á orkuauðlindum okkar betur en áður.

 

Björgvin  Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband