"Spilltir stjórnmálamenn hafa eyðilagt lýðveldið"

Njörður P.Njarðvík fyrrv. prófessor,var gestur Hjálmars Sveinssonar í þætti RUV "Á krossgötum" í dag. Nörður ræddi  stjórnmálin og ástandið eftir hrun bankanna. Hann gagnrýndi spillingu stjórnmálamanna og sagði,að  framkvæmdavaldið hefði valtað yfir þingið á undanförnum árum og áratugum og í raun sýnt þinginu algera lítilsvirðingu.Njörður sagði: Spilltir stjórnmálamenn hafa eyðilagt lýðveldið.Það verður þess vegna að stofna nýtt lýðveldi og byrja frá grunni.Hann sagði,að kosningar nú myndu engan vanda leysa. Menn mundu bara kjósa sömu flokkana áfram. Njorður sagði að flokkarnir hefðu brugðist og það yrði að umbylta þeim og í raun yrði að umbylta öllu kerfinu.

Hér hefur ríkt flokksveldi en ekki lýðræði sagði Njörður.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband