Laugardagur, 10. janúar 2009
Fólk er óánægt með stjórnvöld
Það sem einkennir viðbrögð almennings í dag er óánægja með stjórnvöld. Atvinnurekendur eru óánægðir,launþegar eru óánægðir,allur almenningur er óánægður.Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar segir í Mbl. í dag,að það hafi ekkert gerst sl. 3 mánuði til þess að auðvelda rekstur atvinnulífsins.Bankarnir þori ekki að taka ákvörðun,þegar fyrirtækin leita til þeirra.Hann segir: Samtök okkar hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum vegna aðgerðarleysis stjórnvalda sl. 3 mánuði.Hljóðið í almenningi heyrist vel á öllum mótmælafundunum. Og verkalýðshreyfingin er mjög óánægð,þar eð kjarasamningar eru í uppámi,kjaraskerðing er þegar orðin mikil og eykst.
Það var ef til vill við því að búast,að allir yrðu óánægðir,þegar kreppa var skollin á. En ég bjóst við því að ríkisstjórnin yrði aðgerðarmeiri og mundi gera meira til þess að liðka til fyrir atvinnulífi og almenningi, Ef ríkisstjórni tekur ekki til hendinni og gerir eitthvað fyrir fyrirtækin sem eru að fara á hausinn,ef bankarnir manna sig ekki upp í að taka ákvaðanir og veita fyrirtækjum lán þá hrynur hér mikill fjöldi fyrirtækja á næstunni og verður gjaldþrota.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.