Breiðfylking gegn ástandinu á Austurvelli

Fjölmenni er nú á Austurvelli þar sem fjórtándi mótmælafundur Radda fólksins hófst kl. 15. Yfirskrift fundarins er sem fyrr Breiðfylking gegn ástandinu og kröfurnar eru skýrar sem fyrr: að ríkisstjórnin víki, að stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins víki og að boðað verði kosninga svo fljótt sem auðið er.

Að þessu sinni fluttu ávörp og ræður Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Lárus Páll Birgisson sjúkraliði. Fundarstjóri er sem fyrr Hörður Torfason, sem staðið hefur vaktina frá upphafi mótmælafundanna í október.(mbl.is)

 

Mótmælafundirnir á Austurvelli eru oðrnir fastur liður í bæjarlífi Rvíkur.Þeim  verður haldið áfram,þar til orðið verður við kröfum mótmælennda,segir fundarboðandi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband