Eiga menn eftir að sakna Björns Bjarnasonar?

Fjölmiðlar fullyrða,að Björn Bjarnason muni  láta af ráðherradómi eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins í lok mánaðarins og frændi hans Bjarni Benediktsson þá taka við. Þessi breyting hefur legið í loftinu frá því stjórnin var mynduð.

Björn hefur verið lengi ráðherra,var áður menntamálaráðherra.Hann hefur alla tíð verið vinnusamur og samviskusamur ráðherra.en margar ákvarðanir hans hafa verið umdeildar. Björn hefur haft ákveðnar skoðanir á flestum málum og hefur ekki legið á þeim.Margir munu eflaust sakna hans sem ráðherra.- Bjarni Benediktsson er efnilegur  stjórnmálamaður. Hann virðist heiðarlegur og samviskursamur. Fróðlegt verður að sjá hvernig hann spjarar sig sem ráðherra.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Nei Nei. Hann væri betur hættur fyrir löngu síðan .

Vigfús Davíðsson, 10.1.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband