Stöndum vörð um St.Jósefsspítala

Húsfyllir var á borgarafundi í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði,.og voru um 2.000 manns mætt til fundarins. Yfirskrift hans er „Stöndum vörð um starfsemi St. Jósefsspítala og framtíð heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði,“ en sú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hætta starfsemi St. Jósefsspítala í núverandi mynd hefur vakið hörð viðbrögð bæjarbúa.

Gunnhildur Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur setti fundinn sem hófst kl. 14. en meðal framsögumanna voru Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og Almar Grímsson bæjarfulltrúi. Þá taka einnig til máls Ragnhildur Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur, Almar Grímsson bæjarfulltrú og Kristín Gunnbjörnsdóttir formaður Bandalags kvenna í Hafnarfirði. .

Fundurinn var haldinn að frumkvæði áhugamannahóps um framtíð St. Jósefsspítala. Bæjarbúar voru hvattir til að fjölmenna og virðast hafa   gert það.(mbl.is)

 

Andstaða er svo mikil við áform heilbrigðisráðherra um að leggja spítalann niður að ekki verður séð ,að hann komist upp með það. Landlæknir sér ekki að neitt sparist við það.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Besta leiðinn til að koma í veg fyrir þennan gjörning . Væri að sprengja þessa máttlausu ríkistjórn .

Vigfús Davíðsson, 10.1.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband