Sunnudagur, 11. janúar 2009
Mikið misrétti og ójöfnuður í þjóðfélaginu
Það er mikið misrétti og mikill ójöfnuður í íslensku þjóðfélagi.Launamunur er mjög mikill.Lágmarkslaun verkafólks eru 145 þús kr.á mánuði en bankastjórar nýju ríkisbankanna hafa 1500 þús. kr. á mánuði og ýmis hlunnindi til viðbótar.Launaruglið í bönkunum heldur því áfram.Það á strax að lækka laun bankastjóranna í 600 þús. á mánuði.Misrétti í lífeyrismálum er mikið. Æðstu embættismenn og stjórnmálamenn hafa enn mikið meiri lífeyrisréttindi en almenningur.Hvers vegna? Það eiga allir í þjóðfélaginu að hafa sömu eftirlaun,sama lífeyri,þegar þeir eru hættir að vinna.Annað er mismunun,misrétti.Kjör aldraðra og öryrkja eru óviðunandi.Lágmarkslífeyrir aldraðra eftir skatt er 145 þús.kr. á mánuði. Það lifir enginn mannsæmandi lífi af því.Það þarf að leiðrétta þessi kjör þrátt fyrir kreppu.Kjör meirihluta eldri borgara, sem fá lífeyri frá TR, voru skert um áramótin að raungildi til.Kjörin voru skert áður en byrjað var að leiðrétta þau. Kjör þeirra eldri borgara sem hættir voru að vinna höfðu ekkert verið leiðrétt.Nýlega viðurkenndi nefnd á vegum fjármálaráðuneytisins,að framkvæmd skattlagningar í þjóðfélaginu hefði valdið auknum ójöfnuði. Skattar höfðu verið lækkaðir á þeim hæst launuðu en hækkaður á þeim lægst launuðu! Núverandi ríkisstjórn lofaði að leiðtétta þetta. Örlítið skref var stigið í þá átt um áramót en alltof stutt. Þá var persónuafsláttur hækkaður lítillega,
Mesta misréttið í þjóðfélaginu er þó kvótakerfið í sjávarútvegi. Það hefur fært tugi milljarða í hendur fárra á kostnað fjöldans.Sægreifar hafa braskað með auðlind þjóðarinnar eins og þeir ættu hana. Mannréttindanefnd Sþ. segir,að um mannréttindabrot sé að ræða í kvótakerfinu og krefst leiðréttingar. En sjávarútvegsráðherra gerir ekkert í málinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.