Var beitt blekkingum til þess að fella gengi krónunnar?

 Eiríkur Tómasson, eigandi útgerðarfyrirtækisins Þorbjarnar hf. í Grindavík, sagði á hádegisfundi á vegum Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins að sjávarútvegsfyrirtæki í landinu hefðu verið blekkt til þess að gera samninga sem fólu í sér að veðja á hagnað með styrkingu krónunnar. Reyndin hefði síðan verið sú að krónan hefði veikst mikið og samningar fyrirtækjanna hefðu því verið í uppnámi.

„Það er víðtæk skoðun þeirra sem gerðu þessa samninga við bankana að það sé maðkur í mysunni. Þeir sem halda þessu fram fengu loks í gær [á miðvikudag. innsk. blm.] sönnun fyrir því að þetta á sér stoð í raunveruleikanaum, þegar þeir lásu frétt um að Kjalar hf. sem sagður er hafa átt 10 prósent í Kaupþingi, geri kröfur um að fá stöður sínar gegn krónunni greiddar út hjá bankanum. Í dag kemur svo sambærileg frétt um Exista, annan eiganda í Kaupþingi. Er hægt að kalla þessi vinnubrögð „svikamyllu“? Hvernig er þetta hjá öðrum fyrrverandi eigendum bankanna, eru einu eignir þeirra stöður gegn krónunni? Og eru það stöður gegn þjóðinni?“ sagði Eiríkur á fundinum. Enn er óljóst hvernig samningarnir verða gerðir upp.(mbl.is)

Hér er um alvarlegar ásakanir  að ræða,sem rannsóknarnefnd bankanna hlýtur að taka til rannsóknar, Því var oft haldið fram,þegar gengið féll sem mest,að bankarnir sjálfir ættu þátt í því.Það verður væntanlega allt rannsakað.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband