"ESB ríki á engan rétt á kvóta í íslenskri lögsögu"

Aðalsteinn Leifsson,lektor við viðskiptadeild HR  segir í Mbl. í dag,að ESB ríki eigi engan rétt á kvóta í íslenskri lögsögu,ef Ísland gengur í ESB.Kvótaúthlutun  fer fram á grundvelli sögulegrar veiðireynslu. Aðalsteinn segir,að aldrei hafi verið farið lengra en 9 ár aftur í tímann, þegar söguleg veiðireynsla er metin,Aðalsteinn segir,að ESB ríkin hafi enga veiðireynslu í  fiskveiðilögsögu Ísland sl. 35 ár, Þess vegna ætti ekkert ríki ESB rétt á kvóta í ísl. fiskveiðilögsögu.

Þrátt fyrir þetta tel ég,að Ísland eigi að reyna að fá undanþágu í samningaviðræðum.Ísland á að freista þess að fá full yfirráð  yfir sjávútvegi sínum,,þe. fá úthlutun kvóta i sínar hendur á þeim grundvelli,að Ísland sé eyríki á norðlægum slóðum,sem hafi orðið fyrir gífirlegu áfall í fjármálakreppunni.Hér séu staðbundnir  fiskistofnar og Ísland liggi ekki að ESB.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband