Sunnudagur, 11. janúar 2009
Lífeyrissjóður á ekki að skerða lífeyri almannatrygginga
Þegar verkalýðshreyfingin knúði fram stofnun lífeyrissjóða var ætlunin sú að þeir yrðu viðbót við lífeyri frá almannatryggingum.Launþegar áttu að greiðs hlut af launum sínum í lífeyrissjóð gegn mótframlagi frá atvinnurkendum og fá lífeyrinn greiddan út við 67 ára aldur,þegar starfævi var lokið.Þetta var sparnaður,sem átti að gagnast eldri borgurum á eftirlaunaaldri. En hvað gerðist? Stjórnvöld seildust í þennan sparnað lífeyrisþega. Ég vil ekki kalla þetta stuld en það er alla vega verið að rífa af lífeyrisþegum hluta af þeirra sparnaði.Það sem gerist er það,að þegar eldri borgari fær greiddan lífeyri þá lækka almannatryggingar lífeyri viðkomandi eldri borgara um sem svarar helmingi af lífeyri lífeyrissjóðsins. Þetta jafngildir því að helmingur lífeyris úr lífeyrissjóði sé tekinn af viðkomandi lífeyrisþega.Þetta er gifurlegt ranglæti og það verður að leiðrétta strax. Samfylkingin boðaði fyrir síðusti kosningar,að sett yrði 100 þús.kr. frítekjumark á mánuði vegna lífeyrissjóðstekna,eða m.ö.o. að 100 þús. kr. tekjur úr lífeyrissjóði mundi ekki skerða lífeyri frá almannatryggingum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.