Sunnudagur, 11. janúar 2009
Andstaða við áform heilbrigðisráðherra eykst
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hvetur menn til að skoða reynsluna af sameiningu heilbrigðisstofnana á Austurlandi og Suðurlandi. Hörð mótmæli berast nú gegn sameiningum annarsstaðar á landsbyggðinni. Hann viðurkennir að margir stjórnendur muni missa vinnuna.
Fjölmenni sótti borgarafund á Sauðárkróki fyrir gegn áformum um að heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi verði settar undir stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Húnvetninga mótmæla líka og segja vegið harkalega að íbúum svæðisins.
Á Vestfjörðum er mótmælt og bent á að á milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða komist enginn nema fuglinn fljúgandi í allt að 8 mánuði á ári vegna erfiðra samgangna og því vonlaust að sameina heilbrigðisstofnanir á Patreksfirði og Ísafirði. Og sunnlenskir sveitarstjórnarmenn efast um vegna landfræðilegrar sérstöðu Vestmannaeyja og Hornafjarðar að ná megi árangri með því að sameina stofnanir þeirra við Selfoss.(mbl.is)
Mikil andstaða er við áform heilbrigðisráðherra um sameiningu sjúkrastofnana á Norðurlandi og Vesfjörðum, og eins og áður hefur komið fram er gríðarleg andstaða við áform um að leggja niður St.Jósfssspítala.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.