Sunnudagur, 11. janúar 2009
Vill,að lífeyrissjóðirnir byggi húsnæði fyrir eldri borgara
Helgi í Góu birti opnuauglýsingu í Mbl. sl. föstudag um það baráttumál sitt,að lífeyrissjóðirnir byggi og reki hjúkrunarheimili fyrir aldraða.Fyrirsögn á annarri síðunni er: Jóhanna! Næsta skóflustunga verður að vera í þágu aldraðra.Fyrirsögn á hinni síðunni er: Eldri borgara á ekki að flytja gripaflutningum!Síðari fyrirsögnin er birt í tilefni af því að eldri borgarar voru fluttir af hjúkrunardeildinni Sel á Akureyri til Kristneshælis. Segja má,að þeir hafi verið fluttir nauðugir,þar eð þeir voru á einsmanns stofum en voru fluttir á tveggja manna stofur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.